Forsíða Hönnun Umbrot Ljósmyndir Bréfagögn Umbúðir Ferilskrá

 

Hjartanlega velkomin!

 

Hver er hún?

Ingunn Róbertsdóttir heiti ég og fæddist árið 1988 í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Ég tók stúdentinn í Menntaskólanum í Kópavogi og útskrifaðist af félagsfræðibraut. Fyrsta planið mitt var að fara í félgasráðgjafan, en eftir að hafa kynnt mér það komst ég að því að ég hafði engan áhuga á því námi.
Einhverra hluta vegna endaði ég í erlendri háskóla kynningu og áður en ég vissi af var ég búin að sækja um skóla í Svíþjóð til að læra net- og kerfisstjórnun. Þar bjó ég í 9 mánuði áður en ég gerði mér grein fyrir hvað ég vildi virkilega læra. Ég hafði ávalt gaman að því að vinna í Photoshop og í Svíþjóð endurkviknaði sá áhugi hjá mér.
Út frá því flutti ég aftur heim til Íslands og sótti um í Tækniskólanum. Ég byrjaði á Grunn Upplýsinga- og fjölmiðlabraut og þar af hélt ég leið mína í Grafíska Miðlun. Námið þar gekk mjög vel og útskrifaðist ég þaðan jólin 2011. Bætti síðar við mig auka önn til að stytta námssamnings tímann og lauk þeirri önn jólin 2012.
Komst síðar á námssamning hjá Morgunblaðinu júní 2013. Þar vann ég í eitt ár í auglýsingahönnun.

 

- Þessi vefsíða er 100% hönnuð/unnin af mér í gegnum Dreamweaver forritið.

 

Ingunn Róbertsdóttir | ingunnrob(at)gmail.com | S: 690 8439

Flickr Account